Rúv sendir frá sér stiklu úr jóladagatalinu Hvar er Völundur? – Varúð nostaglíuhrollur!

Eins og við greindum frá í byrjun vikunnar hefur Rúv ákveðið að endurflytja jóladagatalið Hvar er Völundur? í desember. Nú eru aðeins tæpar tvær vikur í fyrsta þátt og að því tilefni hefur Facebook-síða KrakkaRúv sent frá sér stutt brot úr þættinum. Sjáðu brotið hér að neðan.

Það eru þeir félagar Gunnar Helgason og Felix Bergsson sem fara með aðalhlutverkið í þáttunum sem hefjast þann 1. desember klukkan 18:01.

Hver man ekki eftir Völundi?

Hvar er Völundur? : Jóladagatal KrakkaRÚV 2018

Jóladagatal KrakkaRÚV 2018 er Hvar er Völundur?Nú eru tæpar tvær vikur í uppáhaldsmánuðinn okkar. Margt skemmtilegt verður í gangi á KrakkaRÚV í desember og þar ber fyrst að nefna jóladagatalið okkar. Við sýnum jóladagatal Gunna og Felix, Hvar er Völundur?, sem er löngu orðið klassískt. Þar segir frá því þegar þeir Felix og Gunni þurftu að leita að smiðnum Völundi en hann er sá sem smíðar góðu jólagjafirnar. Leitin er ævintýri líkust því þeir félagar fara inn í hvert völundarhúsið á fætur öðru og hitta fyrir margvíslegustu þorpara.

Posted by KrakkaRÚV on Föstudagur, 16. nóvember 2018

Auglýsing

læk

Instagram