Sagafilm framleiðir leikna þætti um ráðherra með geðhvarfasýki

Framleiðslufyrirtækið Sagafilm vinnur þessa dagana að þáttaröð um íslenskan stjórnmálamann með geðhvarfasýki sem kosinn er forsætisráðherra. Fjallað er um málið á vef Variety. Björg Magnúsdóttur, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson skrifa handrit þáttanna. 

kisútvarpið hefur þegar tryggt sér sýningarrétt á þáttunum en ekki er ljóst hvenær þeir fara í almenna sýningu. Þættirnir fjalla um unga konu sem ráðin er aðstoðarmaður ráðherrans sem reynir að halda veikindum yfirmanns síns leyndum fyrir þjóðinni.

Auglýsing

Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic, segir í samtali við Variety að þættirnir endurspegli í raun hvað sé að gerast í mörgum löndum í dag. Hann segir að fólk hafi verið svo örvæntingarfullt að losna við gömlu stjórnmálamennina að það hafi kosið fólk sem það vissi lítið sem ekkert um.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing