today-is-a-good-day

Samið við hjúkrunarfræðinga

Samningar eru að takast hjá hjúkrunarfræðingum og ríkinu hjá Ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar kemur einnig fram að fundurinn hófst klukkan níu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafa samningar náðst og verið er að fínpússa nýjan kjarasamning. Búist er við því að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld.

Samkvæmt heimildum Kjarnans er horft til þess að hækka laun um rúmlega 20 prósent á samningstíma. Nákvæm útlistun á samningsatriðum liggur ekki fyrir.

Kjaradeilur Hjúkrunarfræðinga, BHM og ríkisins fara í gerðardóm, samkvæmt lögum sem Alþingi setti 13. júní. Fulltrúar BHM gengu af samningafundi í dag eftir aðeins 10 mínútna viðræður.

Auglýsing

læk

Instagram