Samkomulag um starfslok Loga Bergmans: Má hefja störf 1. mars

Logi Bergmann Eiðsson og 365 miðlar hf. hafa komist að samkomulagi vegna starfsloka Loga. Samkomulagið felur í sér að Logi má hefja hefðbundin útvarpsstörf fyrir Árvak þann 1. mars 2018. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Logi Bergmann ætlaði að mæta aftur í vinnu á Stöð 2 og vinna uppsagnarfrestinn en því var hafnað

Auglýsing

Logi sagði skilið við 365 í október og hugðist hefja störf hjá Árvakri strax. Til stendur að hann stýri morgunþætti á K100 og skrifi reglulega pistla í Morgunblaðið en miðlarnir eru báðir í eigu Árvakurs. Þá stendur til að hann vinni sjónvarpsefni fyrir Sjónvarp Símans í samstarfi við Árvakur.

Eftir uppsögnina fór 365 fram á lögbann á störf Loga hjá Árvakri og Símanum sem Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á. Núna hafa deiluaðilar hinsvegar komist að samkomulagi og Logi getur hafið störf 1. mars.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing