Sautján ára bóndi fær ekki inngöngu í Samtök ungra bænda, býr einn með níu kindum og slatta af öndum

Vikar Mar Valsson er sautján ára bóndi á bænum Ytri Bakka á Hjalteyri. Hann býr einn á bænum ásamt níu kindum og rúmlega tuttugu öndum. Hann keyrir á hverjum morgni til Akureyrar og vinnur í sláturhúsi.

Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára gamall fær hann ekki inngögnu í Samtök ungra bænda. Hann hefur nefnilega ekki náð átján ára aldri. Rætt var við Vikar í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. 

„Ég var einhvern tíma að skoða þetta á netinu og rakst á inntökukröfuna í þessi samtök og þar var að maður þyrfti að vera orðinn 18 ára. Mér fannst það ansi skondið. Maður er svo ungur að maður kemst ekki einu sinni í samtök ungra. Hvað er maður þá?,“ spyr Vikar.

Ytri Bakki er tæplega aldargamalt íbúðarhús. Þar er Rafha eldavél, túbusjónvarp og gömul útvörp. Þrátt fyrir langa vinnudaga og að félagsskapur sé af skornum skammti segist Vikari hvergi líða betur en þarna.

Hér má sjá fréttina um Vikar Mar en Sunna Valgerðardóttir heimsótti hann á Ytri Bakka.

Auglýsing

læk

Instagram