Segir Hafþór hafa borðað 7 kjúklinga í einni máltíð

Auglýsing

Kraftakarlinn Hafþór Júlíus borðar 10.000 hitaeiningar á dag og borðaði sjö grillaða kjúklinga í einni máltíð við tökur á Game of Thrones.

 

Jon Stewart, þáttastjórnandi The Daily Show, spurði leikarann Peter Dinklage hvað er að frétta af kraftakarlinum Hafþóri Júlíusi í þætti sínum í gær. Dinklage er einn þekktasti leikarinn úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, og var gestur Stewart í gær. Þar ræddi hann nýjustu þáttaröðina sem frumsýnd verður vestanhafs á sunnudag.

Ég borðaði með honum kvöldmat einu sinni í Króatíu og hann pantaði sjö kjúklinga – hann át sjö grillaða kjúklinga.

Þá sagði Dinklage að Hafþór væri ótrúlega stór en ótrúlega ljúfur náungi. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Hafþór leikur í næstu seríu af Game of Thrones

Auglýsing

Hafþór Júlíus eyddi síðasta sumri í Króatíu við tökur á Game of Thrones. Hafþór lék risann The Mountain í fjórðu þáttaröð og lá óvígur eftir epískan bardaga í lok þáttaraðarinnar.

Hafþór dvaldi í borginni Dubrovnik og tók með sér eigið haframjöl þar sem það er oft ómögulegt að finna þennan uppáhaldsmorgunmat kraftakarlsins.

Hafþór þarf að borða 10.000 hitaeiningar á dag til að viðhalda þyngd sinni og hann borðar á tveggja tíma fresti. Hann borðar mikið af spínati, kjúklingi, nautakjöti, laxi og sætum kartöflum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram