Segir pólska einkaspæjarann hafa logið að fjölskyldu Arturs og ekki staðið við sitt

Ekkert verður af því að pólski einkaspæjarinn Krzysztof Rutkowski komi hingað til lands í von um að leysa hvarf Arturs Jarmoszko. Frænka Arturs, Elwira Landowska, segir í samtali við mbl.is að fjölskyldan hafi greitt spæjaranum tvær milljónir fyrir að koma hingað til landsins eða senda fagmenn en það hafi allt verið lygi.

Síðast spurðist til Arturs að kvöldi 28. febrúar, þegar hann hvarf sporlaust og vonaðist fjölskylda hans til þess að pólski spæjarinn myndi komast til botns í málinu.Elwira segir að hann hafi aðeins sent blaðamann sem dvaldi hér í nokkrar vikur og það hafi ekki skilað neinu, blaðamaðurinn hafi aðeins verið hér í fríi og til að auglýsa sjálfan sig.

Fjölskylda Arturs hefur fengið einn fimmta af upphæðinni endurgreidda gegn því að lofa að fara ekki í mál við spæjarann.

Auglýsing

læk

Instagram