Segir tíst Reykjavíkurdætra ekki segja alla söguna: „Greiðsla í boði fyrir annað slot“

Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, segir að tíst Reykjavíkurdætra um tilboð frá skipuleggjendum hátíðarinnar um að koma fram frítt næsta sumar segi ekki alla söguna. Víkingur segir að hann hafi boðið hljómsveitinni að koma fram frítt í stóru plássi á undan Pussy Riot en annars hafi hann boðið þeim fund til að semja um annan möguleika.

Sjá einnig: Vilja fá Reykjavíkurdætur til að spila frítt en skulda þeim enn pening

„Reykjavíkurdætrum var boðið þann möguleika að fá frábært pláss á Solstice í ár pro bono, en ef það ekki hentaði vildi ég fá fund til að semja um annan möguleika, þar sem greiðsla væri í boði fyrir annað slot. Þær hafa kvartað yfir að hafa fengið svo slæmt slot í fyrra, og þar með yrði það leyst nú í ár,“ segir Víkingur í samtali við Nútímann.

Auglýsing

læk

Instagram