Segja ummæli kirkjuvarðar særandi og óviðeigandi, sakaði þátttakendur AA funda um þjófnað

Auglýsing

Sóknarprestur og formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju segja særandi og óviðeigandi að Ottó R. Jónsson, kirkjuvörður og staðarhaldari kirkjunnar, hafi tengt þjófnað í kirkjunni við þá sem sækja AA fundi í nágrenninu, líkt og kom fram í Morgunblaðinu í gær.

Sjá einnig: Kirkjuþjónn tengir þátttakendur AA funda við þjófnaði, segir fólk af „ýmsu sauðahúsi“ mæta á fundina

Í fréttinni kom fram að pels, úlpa og veski hefði horfið úr kirkjunni á síðustu mánuðum.

Ottó sagði að „fólk af ýmsu sauðahúsi“ mæti á AA fundina og vildi hann tengja hvarf hlutanna við „óprúttna aðila“ sem eigi erindi á fundina.

Auglýsing

Í Morgunblaðinu í dag er birt yfirlýsing sr. Jóns Helga Þórarinssonar, sóknarprests kirkjunnar og Magnúsar Gunnarssonar, formanns sóknarnefndar kirkjunnar.

Þar biðja þeir þátttakendur AA fundanna afsökunar.

„Vegna ummæla kirkjuvarðar Hafnarfjarðarkirkju sem birtust í Morgunblaðinu 12. janúar harma undirritaðir að kirkjuvörðuinn tengi þjófnað í Hafnarfjarðarkirkju við ákveðna aðila, eins og AA fólk sem sækir fundi í Góðtemplarahúsinu, sem er í nágrenni kirkjunnar. Slík ummæli eru særandi og óviðeigandi og biðjum við hluteigandi afsökunar á þeim. Í samræmi við boðskap Jesú Krists styður Hafnarfjarðarkirkja uppbyggilegt starf AA samtakanna enda starfa slíkir hópar m.a. í Hafnarfjarðarkirkju,“ segir í yfirlýsingunni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram