Shaq tryllist í beinni: „Ef FBI bankar, þá ertu búinn að tapa!“ – NBA-stjörnur dregnar inn í mafíumál

NBA-heimurinn stendur á öndinni eftir að FBI framkvæmdi umfangsmiklar aðgerðir gegn meintum veðmálahring sem hefur skotið rótum innan bandaríska körfuboltans.

Handtökur þriggja þekktra nafna hafa vakið reiði, hneykslun og spurningar um spillingu í íþrótt sem lengi hefur selt sig sem „lausa við allt svindl“.

Þjálfari, leikmaður og fyrrverandi stjarna handtekin

Auglýsing

Í aðgerðunum voru handteknir:

  • Terry Rozier, leikmaður Miami Heat,

  • Chauncey Billups, þjálfari Portland Trail Blazers,

  • og Damon Jones, fyrrverandi leikmaður Cleveland Cavaliers.

Billups, sem er goðsögn í NBA og leiddi Detroit Pistons til sigurs í úrslitunum árið 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaður úrslitanna (Finals MVP), er nú sakaður um þátttöku í glæpahring sem riggaði pókerleiki með hátæknibúnaði.

Samkvæmt Daily Mail er Rozier sakaður um að hafa miðlað leynilegum upplýsingum innan NBA til veðmálahrings, á meðan Jones tengist báðum málunum og er sagður hafa verið „brúin milli íþróttaheimsins og glæpaheimsins“.

Shaquille O’Neal: „Ef FBI bankar, þá ertu búinn að tapa“

Körfuboltagoðsögnin Shaquille O’Neal lét ekki sitt eftir liggja þegar hann ræddi málið í þættinum Inside the NBA á ESPN.

„Ég þekki Chauncey og Damon vel. Ég er skelfingu lostinn. Þeir settu fjölskyldur sínar og feril í hættu – fyrir hvað? Ef þú ert að græða níu milljónir dollara, hversu mikið þarftu meira?“

Shaq hélt áfram:

„Þetta er leikur sem þú getur ekki unnið. Ef FBI hefur byrjað að safna gögnum, þá bíða þeir, rannsaka í mörg ár – en þegar þeir banka upp á, þá hafa þeir eitthvað raunverulegt í höndunum.“

Barkley og Kenny Smith rifust í beinni – „Þetta er ekki fíkn, þetta er heimska“

Í umræðunni tók Kenny Smith fram að veðmál gætu verið ávanabindandi og að slíkt gæti útskýrt hegðun leikmannanna.

En Charles Barkley greip framm í og sagði:

„Nei, þetta er ekki fíkn. Þetta er bara algjör heimska. Þú getur ekki undir neinum kringumstæðum fiktað í körfuboltaleik. Rozier fær 26 milljónir dollara á ári – hversu mikið græðir hann á því að svíkja sjálfan sig?“

FBI: Hátæknibúnaður, röntgenborð og linsur til að lesa spil

Samkvæmt ákæru alríkissaksóknara í New York stóðu meðlimir mafíufjölskyldnanna Gambino, Bonanno og Genoveseað spilahring sem notaði hátæknibúnað til að svindla á spilakvöldum í Manhattan, Hamptons og Las Vegas.

Við borðin voru notuð röntgenborð, sérmerkt spil og snjalllinsur sem gátu lesið kort andstæðinga í rauntíma.

Gögn saksóknara sýna að Billups og fleiri atvinnumenn voru notaðir sem „andlit við borðið“ til að lokka fórnarlömb – og að hluti hagnaðarins hafi runnið beint til mafíunnar.

Að sögn alríkislögreglunnar á rætur þessa glæpahrings að rekja til Gambino-, Bonanno- og Genovese-fjölskyldnanna – þriggja frægustu og öflugustu mafíusamtaka Bandaríkjanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing