Síðustu tveir sólarhringar með þeim erfiðustu sem Einar Bárðar hefur upplifað: „Mikið áfall fyrir okkur“

Auglýsing

Einar Bárðarsson, eigandi hjólreiðakeppninnar KIA Gullhringurinn og kynningarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að síðustu tveir sólarhringar hafi verið þeir erfiðustu sem hann hefur upplifað. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega í KIA Gullhringnum eftir atvikum góð

Fimm hjólreiðamenn slösuðust í keppninni um helgina eftir að hafa fallið í jörðina. Dekk eins þeirra fór ofan í rauf á ristahliði með þeim afleiðingum að þeir skullu allir í jörðina. Líkt og gengur og gerist í keppnum sem þessum hjóla keppendur oft í hóp.

Sá sem festi dekkið í raufinni var í fyrstu talinn alvarlega slasaður og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar af slysstað. Nú er talið að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Auglýsing

„Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast í þessari keppni. Það er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst,“ segir Einar í samtali við Vísi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram