today-is-a-good-day

Sigga Dögg enn og aftur bönnuð á Instagram: „Get ekkert gert“

Kynfræðingurinn Sigga Dögg greindi frá því á Facebook að hún hefði nú enn og aftur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Instagram. Í þetta sinn fékk hún bannið fyrir færslu sem innihélt meðal annars mynd af túrblóði í klósetti, passamynd af henni í brjóstahaldara , notað túrbindi, tá með plástri, banana með sólgleraugu og mynd af styttu af nöktum karlmanni.

Sigga segir það orðið ansi þreytandi að fá slík bönn. Hún geti nú ekkert gert á Instagram, hvorki sett inn efni né séð eða svarað skilaboðum. Það sé slæmt þar sem þetta sé aðal samskiptamáti hennar við yngri aldurshópa sem senda henni margar fyrirspurnir.

Sigga segist hafa deilt myndunum sem hún fékk bann fyrir vegna þess að ungar konur og stelpur sem sendi henni skilaboð kvarti yfir áreitni frá allskonar fólki, „langoftast gaurum, sem eru að krefja þær um myndir og samskipti.“ Myndirnar sem hún fékk bann fyrir birti hún fyrir þessar stelpur svo þær gætu náð í og sent þegar það væri verið að bögga þær á samfélagsmiðlum.

„Auðvitað eiga þær ekki að þurfa að svara eða lenda í þessu böggi en ég vildi gera eitthvað. Eitthvað ogguponsi. En nei. Það má ekki,“ skrifar Sigga á Facebook.

Sjáðu færslu Siggu í heild sinni

 

Auglýsing

læk

Instagram