Sigmundur býður til eigin veislu fyrir norðan á sama tíma og Framsókn fagnar 100 ára afmæli í Reykjavík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið til veislu fyrir norðan næsta föstudag. Sama dag verður 100 ára afmæli Framsóknarflokksins fagnað í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík.

Veisla Sigmundar Davíðs hefst kl. 17 en fögnuðurinn í Þjóðleikhúsinu kl. 18.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Kaffið.is.

Sjá einnig: Sigmundur Davíð heldur áfram að mæta illa í vinnuna, mætti ekki á fyrsta þingfund Alþingis

Sigmundur Davíð afboðaði sig á síðustu stundu á hátíð sem Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis hélt í gær til að fagna aldarafmæli flokksins. Sendi hann framsóknarmönnum í kjördæminu sms, greindi frá forföllunum og bauð til veislu eftir viku.

Framsóknarmenn sem Kaffið.is ræddi við eru margir mjög reiðir vegna þessa útspils Sigmundar Davíðs.

„Svona gerir maður ekki! Eitt er jú að forfallast, það getur komið fyrir á bestu bæjum. En að bjóða jafnframt til eigin veislu á sama tíma og flokkurinn hefur auglýst 100 ára afmælishátíð, það er stríðsyfirlýsing!“ sagði einn forsvarsmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Auglýsing

læk

Instagram