Sigmundur segir kröfuhafa reynt að semja við sig í bjálkahúsi í Norður-Dakóta

Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að kröfuhafar slitabúa gömlu bankanna hafi reynt að semja við sig í einangruðu bjálkahúsi í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fer fram í Hofi á Akureyri.

„Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann,“ sagði hann í ræðu sinni, sem Vísir fjallar um.

Ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur.

Þá segir hann að körfuhafar hafi elt sig til útlanda. „Ég held ég hafi sagt ykkur einhvern tímann söguna af því þegar ég fór að hitta Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta,“ sagði Sigmundur.

„Þá kom maður til mín með skilaboð og sagði: „Við vitum að þú verður þarna á þessum degi í Norður-Dakóta. Við erum með bjálkahús þarna ekkert langt frá til ráðstöfunar, það er utan símsambands, algjörlega einangrað, við getum hitt þig þar, það þarf enginn að vita af þessu, við getum leyst málin og allir geta verið sáttir.““

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram