Sigurvegari maraþonsins kærður fyrir svindl

Hlauparinn Pétur Sturla Bjarnason, sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins í fyrra, kærði Arnar Pétursson, sigurvegara maraþonsins í ár, fyrir svindl. Pétur sakar Arnar um að hafa brotið skráðar reglur hlaupsins og kærði því úrslit þess í karlaflokki til yfirdómnefndar Reykjavíkurmaraþonsins. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Kjarninn birtir einnig ljósmyndir og myndband af meintum brotum sigurvegarans, sem fylgdu kærunni.

Arnar er sakaður um að hafa notið liðsinnis tveggja hjólreiðamanna, svokallaðra héra, sem hafi jafnframt hvatt hann áfram í hlaupinu. Hérar geta meðal annars stýrt hraða og brotið vind fyrir hlaupara. Í reglum Reykjavíkurmaraþonsins er skýrt tekið fram að hlaupabrautin sé eingöngu ætluð keppendum.

Arnar hafði ekki tök á því að mæta fyrir yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþonsins en faðir hans mætti á svæðið og vísaði öllum ásökunum á bug. Sagði hann tvo hjólreiðamenn hafa fylgt Arnari sér til skemmtunar. Hjólreiðamennirnir voru hann sjálfur og bróðir Arnars. Hann segir þá enga aðstoð hafa veitt.

Svo fór að Arnar var sýknaður þrátt fyrir að viðurkennt sé í úrskurðinum að hjólreiðamennirnir tveir hafi fylgt Arnari stóran hluta maraþonsins. Arnar er því Íslandsmeistari í maraþoni.

Smelltu hér til að skoða umfjöllun Kjarnans.

 

Auglýsing

læk

Instagram