Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson var gestur í þættinum FM95Blö á FM957 á föstudag. Að venju var mikið fjör í þættinum en Sigmar fékk það verkefni að hringja í blómabúð og gera símaat. Atið var vægast sagt óþægilegt.
Atið gekk út á það að fá starfsmann verslunarinnar til að skrifa kort sem fylgja átti blómvendi. Egill Einarsson skrifaði kortið og óhætt er að segja að það hafi verið ansi undarlegt.
„Er ber að neðan og rassinn límdur við sófann,“ er meðal þess sem stóð í kortinu vafasama en skemmst er frá því að segja að hrekkurinn heppnaðist frábærlega
Hlustaði á hrekkinn hér en hann hefst þegar 1 klukkutími og 23 mínútur er búnar af þættinum.