Sjáðu magnað viðtal við Lilju Alfreðsdóttur: „Þeir eru ofbeldismenn“

Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason vera ofbeldismenn sem ekki eiga að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi. Þetta sagði Lilja í  Kastljósi á RÚV í kvöld en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.

Lilja kveðst ekki hafa heyrt upptökurnar í Klaustursmálinu og ætlar ekki að hlusta á þær. Hún hefur hins vegar lesið ummælin. Þá greindi hún frá því að enginn mannana hefði reynt að hafa samband við sig símleiðis.

 „Ég bara trúði þessu ekki. Að menn gætu talað með þessum hætti og ég bara vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja í þættinum og bætti við: „ Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn og ég segi bara, þetta er alveg skýrt í mínum huga, ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“

Lilja sagði að það væri mjög erfitt fyrir sig að ræða þetta mál en hún kæmi í þetta viðtal fyrir mæður og dætur landsins. „Ég vil bara að það sé alveg á hreinu að þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki að íslenskt samfélag sé svona. Þetta er líka fyrir dætur landsins og mæður. Við viljum ekki þurfa að lesa svona um einhvern,“ sagði Lilja.

Auglýsing

Viðtalið við Lilju má sjá í heild hér. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram