Auglýsing

Sjö ástæður fyrir því að sumarið á Íslandi er ofmetið

Veturinn á Íslandi er að meðaltali 10 mánuðir og einkennist af rigningu, myrkri og kulda. Við berjumst í gegnum erfiðustu mánuðina með tilhugsun um gott sumar: „Í sumar ætla ég sko heldur betur að skella mér í útilegu, grilla og fara í sund á hverjum einasta degi. Þá verður allt gott.“ Svo hefst sumarið og í ljós kemur að við ofmátum það.

Nútíminn tók saman sjö ástæður fyrir því að sumarið á Íslandi er ofmetið.

1. Birtan

Þetta svokallaða sumar vekur þig klukkan sex alla morgna með birtu. Ekki láta þessa birtu blekkja þig. Hitinn úti er í mestalagi 6 gráður – ef hann er þá fyrir ofan frostmark.

2. Ferðamenn

Á Íslandi er ekki þverfótað fyrir ferðamönnum á sumrin. Þeir eru allir með eitt markmið: Að þvælast fyrir innfæddum.

3. Pöddur

 

Eitt sinn voru bara húsflugur á Íslandi á sumrin en nú eru breyttir tímar. Hér allt morandi í geitungum, köngulóm og skógarmítlum. 

4. Veðrið

 

Augljósasti punktur þessarar upptalningar. Við þurfum bara að horfast í augu við það að á Íslandi er gott veður í mesta lagi fjóra daga á ári.

5. Heitt í vinnunni

Það er ekkert verra en að vera fastur við skrifborð þessa fjóra daga á ári sem góða veðrið lætur sjá sig hér á landi. 

6. Það er búið áður en það byrjar

 

Ísland er eina landið í heiminum sem hefur bara þrjár árstíðir: Vetur, vor og haust.

7. Það er ekkert í sjónvarpinu

Allir starfsmenn ljósvakamiðla eru í fríi á sumrin. Við sitjum uppi með Pepsi-deildina í fótbolta og þætti um garðyrkju.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing