Sjö skyndibitakeðjur sem yfirgáfu okkur

Auglýsing

Tvær bandarískar matarkeðjur hafa boðað komu sína til landsins í vikunni: Dunkin’ Donuts og Denny’s. Nokkrar keðjur hafa þó komið og farið í gegnum tíðina.

 

Fréttatíminn rifjaði upp skyndibitakeðjur sem eru horfnar á braut í dag en þar kennir ýmissa grasa.

 Sjá einnig: Ísland verður heimsmeistari í fjölda Dunkin’ Donuts-staða

Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna McDonalds sem yfirgaf okkur skömm eftir hrun en fleiri keðjur hafa ekki getað blómstrað hér á landi þrátt fyrir að bjóða upp á sveitta snilld.

Auglýsing

 

1. McDonald’s

McDonald’s hefur rekið veitingastaði á fjórum stöðum á Íslandi: Flaggskipið var í Skeifunni en einnig voru staðir í Austurstræti, Kringlunni og í Kópavogi. Keðjan yfirgaf okkur skömmu eftir hrun.

2. Burger King

whopper-burger-king-e1408976918698

Einu sinni var hægt að fara í Smáralind og fá sér Whopper en það er liðin tíð. Burger King opnaði á Íslandi 2004. Það gekk hins vegar ekki nógu vel og kóngurinn yfirgaf landið í lok árs 2008.

3. Dairy Queen

DQ_dotcom_promos_bfc_01

Dairy Queen-ísbúðirnar voru reknar lengi í Reykjavík en í dag eiga íslenskar ískeðjur markaðinn.

4. Papa John’s

Pizza04a

Papa John’s opnaði á Íslandi árið 2000 en hefur yfirgefið landið. Svo virtist sem staðurinn ætlaði að snúa aftur árið 2012 og þá í Borgarnes. Þá var Geirsbakaríi breytt í Papa John’s fyrir kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty en sá staður bauð almenningi aldrei upp á pitsur.

5. Wendy’s

o-MOST-BUZZED-BURGERS-facebook

Þeir sem þekktu starfsfólk á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli gátu montað sig af því að hafa hámað í sig hamborgara á Wendy’s. Það stóð hins vegar ekki öllum til boða og staðurinn yfirgaf okkur ásamt hernum árið 2006.

6. Little Caesar’s

littlecaesars

Pitsukeðjan Little Caesar’s opnaði á Íslandi árið 1999 og naut talsverðra vinsælda í nokkur ár. Staðnum var lokað árið 2007.

7. Popeyes

CrawfishTackleBoxCombo-e1401391353804

Kjúklingur og smákökur. Blanda sem ætti ekki að geta klikkað. En hún gerði það samt. Popeyes opnaði stað í Kringlunni árið 2000 og ætlaði að opna á fjölmörgum stöðum hérlendis. Viðtökurnar voru hins vegar ekki nógu góðar og Stjáni blái hefur yfirgefið okkur.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram