Sjö hræðileg orð sem við þurfum að hætta að nota strax: „Ertu eitthvað pirripú?“

Samkvæmt Wikipedia þá er íslenska indóevrópskt, germanskt og vesturnorrænt tungumál sem er einkum talað og ritað á Íslandi og er móðurmál langflestra Íslendinga. Við erum dugleg að nota íslenskuna og búa til ný orð sem er hið besta mál. Dæmi um góð nýyrði sem hafa náð fótfestu eru orð eins og: Sjónvarp og tölva.

En við erum líka dugleg að búa til og nota orð sem eru hræðileg. Nútíminn tók saman sjö hryllileg orð sem eru því miður töluvert notuð. Við leggjum til að notkun þessara orða verði hætt og það strax!

1. Krúttsprengja

Krúttleg börn eru oft kölluð þessu hryllilega orði. Eigum við ekki að vona að síðasta krúttsprengjan sé fædd?

2. Kæró

Það er slepjulegt að kalla lífsförunaut sinn kæró. Hættum því, plís.

3. Lasarus

Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta orð oft notað um veik börn. „Er með einn lítinn lasarus hérna heima“ er setning sem við viljum aldrei heyra aftur.

4. Fössari

Er orðið föstudagur virkilega svo langt að við þurfum að stytta það á svona hræðilegan hátt?

5. Bataknús

Bataknús er svo slæmt orð að það er líklega betra að vera áfram veik/ur en að fá slíka kveðju.

6. Pirripú

„Ertu eitthvað pirripú?“ Við leggjum til að notkun orðsins, pirripú verði gerð refsiverð samkvæmt hegningarlögum.

7. Bumbubúi

Ef þú vilt fá ólétta konu til að æla þá spyrðu hana hvernig gengur með bumbubúann.

Auglýsing

læk

Instagram