Sjö konur skora á Sigríði Andersen og Guðna Th. að endurskoða uppreist æru Roberts

Auglýsing

Sjö konur hafa skorað á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra og Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að endurskoða þá ákvörðun að veita Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, uppreist æru. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Konur verða bara að vera duglegri.

Sjá einnig: Guðni Th. miður sín vegna máls Roberts: „Samúð mín er öll hjá þeim sem þessi brotamaður braut á“

Í færslunni segir einnig að þær fari fram á „rökstuðning fyrir því að það teljist ekki varhugavert að maður, sem sýnt er að haldinn sé barnagirnd, fái aðgang að börnum í samskonar aðstæðum og börnin sem hann gerðist sekur um að misnota,“ segir í færslunni. Konurnar segja að þetta brjóti í bága við þrjár greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þá óskar hópurinn einnig eftir lista yfir alla þá einstaklinga sem hlotið hafa uppreist æru frá aldamótum ásamt lýsingu á verklaginu sem viðhaft er við þær ákvarðanir.

Auglýsing

Robert var dæmdur árið 2008 fyrir að brjóta kynferðislega gegn fjórum stúlkum á aldrinum 14 til 15 ára. Í dómi Héraðsdómi Reykjavíkur kom fram að brot Róbert voru ítrekuð og að hann hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína í krafti aldurs síns. Allar stúlkurnar áttu við andlega og félagslega erfiðleika að stríða og sjálfsmynd þeirra því afar brotthætt. Þetta vissi Róbert.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram