Sjö ofnotaðir frasar á samfélagsmiðlum: „Nú ætla ég að láta reyna á mátt Facebook“

Auglýsing

Við erum flest öll með nokkra samfélagsmiðla á okkar snærum og það er full vinna að sinna öllum þessum miðlum. Hvað á að setja sem uppfærslu á Facebook eða Twitter, hvað á setja undir nýju myndina á Instagram?

Oft á tíðum eru þetta flóknustu verkefnin sem við tökumst á við á degi hverjum og fólk getur verið mis frumlegt. Nútíminn tók saman frasa sem eru allt of mikið notaðir á samfélagsmiðlum.

1. „Skil þetta bara eftir hér“

Algengt að fólk láti þennan frasa fylgja með þegar það deilir greinum eða fréttum á Facebook.

2. „Nú ætla ég að láta reyna á mátt Facebook“

Auglýsing

Algengt að fólk reyni á þennan mátt þegar börn týna húfu eða sundfötum. Hefur einhver kannað þennan mátt Facebook?

3. „Eina“

Mjög þreyttur frasi sem er rosalega vinsæll meðal íþróttaáhugamanna á Twitter.

4. „Slaggur að njódda og liffa“

Vissulega nýtt lag og nýr frasi en hátt í 5.000 Íslendingar fengu þá frábæru hugmynd að setja þetta undir mynd á Instagram.

5. „Ekki hafa áhyggjur af mér“

Fólk sem vill grobba sig af því að vera í útlöndum í góðu veðri grípur oft í þennan frasa.

6. „Appreciation tweet“

Sniðugt fólk á Twitter segir þetta þegar það vill hrósa öðru sniðugu fólki á Twitter.

7. „Lífið maður“

Mjög algengur frasi meðal fólks á fertugsaldri sem vill sýna hvað það hefur það gott.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram