Sjötugur stjórnarformaður Sólheima átti í leynilegu ástarsambandi við 27 ára sjálfboðaliða á staðnum

Auglýsing

Stjórnarformaður Sólheima í Grímsnesi, Pétur Sveinbjarnarson, átti í leynilegu ástarsambandi við Selmu Özgen þegar hún var sjálfboðaliði á staðnum. Hún var 27 ára og hann 69 ára, eða 42 árum eldri en hún.

Hann lagði mikla áherslu á að enginn myndi frétta af sambandinu og sagði að ef svo færi yrði hún látin fara frá Sólheimum. Að fara þaðan jafngilti í hennar huga því að vera send úr landi þar sem landvistarleyfi hennar var háð því að hún væri sjálfboðaliði þar.

Þetta kemur fram viðtali Stundarinnar við Selmu. Tvö ár eru liðin frá því að hún yfirgaf Sólheima fyrir fullt og allt eftir að hafa starfað þar sem sjálfboðaliði í eitt ár.

Eina helgina hafði Selma tekið að sér að vinna aukalega við að taka á móti gestum. Þegar hún var að taka til eftir að fólkið var farið birtist Pétur skyndileg og var mjög alvarlegur. Hann sagði að hún ætti ekki að vera þarna á þessum tíma þar sem hún væri sjálfboðaliði. Pétur sagði henni því næst að koma heim til hans og ræða við hann þegar hún væri búin að þrífa.

Auglýsing

Selma gerði eins og hún var beðin um og þegar hún kom til Péturs bauð hann henni inn og spurði hvort hún vildi bjór eða vín. Hann var ekki lengur reiður heldur vildi hann vita meira um líf hennar og segja henni frá sjálfum sér. Hann vildi fá að halda í höndina á henni og reyndi síðan að fá hana inn í svefnherbergi með sér. Hún sagðist þurfa að fara og þá bað Pétur hana um að segja engum að hann hefði gefið henni vín.

Selma segist í viðtalinu við Stundina hafa gerst sér grein fyrir því að hann væri líklega að leika sér að henni en hún hafi verið forvitin á sama tíma. Hún hafði verið einmana og einangruð, fáir hafi gefið sig á tal við hana eða lagt sig eftir því að kynnast henni. Það hafi því verið viss léttir þegar Pétur veitti henni athygli.

Þau fóru að hittast reglulega og fljótlega fóru þau að stunda kynlíf. Hann bauð henni út að borða og gaf henni ýmsar gjafir. „Hann var góður við mig þegar við vorum saman en á sama tíma sagði hann alltaf: Ef þú segir einhverjum frá þessu þá tapar þú á því, því þú ert sjálfboðaliði. Við erum að leika okkur að eldinum,“ hefur Selma eftir Pétri.

Fljótlega hætti hann þessu þó og kallaði hana oftast til sín til fundar seint á kvöldin. „Eftir 20 mínútur. Notaðu bakdyrnar,“ segir í einum af nokkur hundruð skilaboðum sem fór á milli þeirra á þessum tíma.

Að því kom að hún ákvað að hætta að hitta Pétur. Hún segir í samtali við Stundina að sambandið hafi verið niðurlægjandi og henni hafi verið farið að líða eins og þræli. Hún átti að vera tilbúin til að stökkva til hvenær sem hann kallaði en þegar þau höfðu stundað kynlíf vildi hann helst losna við hana strax. „Ég sagði honum að ég ætlaði að hætta að hitta hann en þá sagði hann að hann myndi sjá til þess að ég yrði látin fara frá Sólheimum,“ segir Selma.

Svo fór að Selma sendi Guðmundi Ármanni Péturssyni, syni Péturs og framkvæmdastjóra á staðnum, tölvupóst og bað hann um að ræða við föður sinn og biðja hann um að hætta að angra hana. Hann ræddi við hana og sagði henni að hafa engar áhyggjur, hún yrði ekki send af staðnum. Seinna, þegar Pétur og Selma voru farin að hittast aftur, sendi hún Guðmundi aftur tölvupóst og lét hann vita en þá svaraði hann að þau Pétur væru fullorðin og þyrfti að taka ábyrgð á eigin gjörðum.

Pétur er enn stjórnarformaður á Sólheimum og það truflar Selmu, ekki síst í ljósi þess að framkvæmdastjóranum, syni Péturs, hafi verið ljóst að hann bryti reglur samfélagsins með því að nýta sér sjálfboðaliða eins og hana.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram