Skaut kærasta sinn í bringuna í von um að auka vinsældir þeirra á samfélagsmiðlum

Auglýsing

Nítján ára bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir að hafa skotið kærasta sinn og barnsföður í bringuna með þeim afleiðingum að hann lést. Parið var að taka upp myndband í von um að auka vinsældir sínar á samfélagsmiðlum. BBC fjallar um málið. 

Nágrannar þeirra Monalisu Perez og Pedro Ruiz söfnuðust saman fyrir utan hús þeirra og fylgdust með uppátækinu. Maðurinn hélt harðspjalda alfræðiorðabók fyrir bringunni og átti konan að skjóta úr skammbyssu í bókina. Parið hélt að skotið myndi ekki fara í gegnum bókina.

Parið átti þriggja ára gamalt barn og er von á öðru barn þeirra í heiminn í september. Frænka mannsins segir að parið hafi elskað hvort annað heitt og innilega og þetta hafi aðeins verið hræðileg mistök.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram