Skipuleggjendur Guns N’ Roses þakka fyrir sig: Rúmlega 25 þúsund gestir fengu langþráðan draum sinn uppfylltan – á Íslandi

Auglýsing

Skipuleggjendur tónleika Guns N’ Roses þakka fyrir stærstu tónleika Íslandssögunnar en rúmlega 25 þúsund gestir voru á tónleikunum. Það er mat þeirra að tónleikarnir hafi heppnast einstaklega vel og farið vel fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Vel hefur verið látið af tónleikunum og var frammistaða hljómsveitarinnar frábær en hún stóð undir væntingum og vel það, að sögn skipuleggjenda.

“Meðlimir sveitarinnar eru lifandi goðsagnir og margir tónleikagestir voru að fá langþráðan draum uppfylltan að sjá sveitina leika frægustu lög sín á sviði – og það á Íslandi. Það er mikill heiður fyrir skipuleggjendur tónleikanna að fá að eiga hlut að máli við að uppfylla slíka drauma,“ segir í tilkynningunni.

Skipuleggjendur þakka öllum sem áttu þátt í að gera tónleikana að ógleymanlegum viðburði meðal annars Knattspyrnusambandi Íslands, Reykjavíkurborg, Hljóð X, veitingasölum á svæðinu, Strætó, lögreglu og gæslufólki. „Þetta hefði ekki verið hægt án ykkar.“

Auglýsing

Stærstu þakkirnir fari þó til áhorfenda og tónlistaraðdáenda á Íslandi sem nutu kvöldsins í Laugardalnum.

Þið sýnduð okkur að þetta er hægt, við getum haldið risatónleika á Íslandi. Það, eitt og sér, eru frábærar fréttir. Kærar þakkir fyrir okkur.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram