Auglýsing

Skjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni

Milli klukkan 2 og 3 í fyrrinótt varð smáskjálftahrina á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Þá mældust rúmlega tuttugu skjálftar sem voru um og undir M1,0 að stærð á 3 til 6 km dýpi. Staðsetning skjálftanna er á mjög svipuðum slóðum og jarðskjálftar sem hafa sést við upphaf þeirra kvikuhlaupa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni síðastliðið ár. Skjálftahrinan var skammvinn og höfðu engir skjálftar mælst þar frá því kl. 4 í fyrrinótt.

Hvorki sáust merki um aflögun á GPS mælum eða ljósleiðara né þrýstingsbreytingar í borholum HS-Orku í Svartsengi. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina hafa þessi mælitæki sýnt skýr merki um það.

Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var lengst virkur í síðasta eldgosi. Gráa þekjan sýnir útbreiðslu hraunsins sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 22. ágúst til 5. september. Staðsetning gossprungu og hraunbreiðunnar er byggt á gögnum frá myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælingum Íslands.

Ein möguleg skýring á skjálftavirkninni í nótt er kvikuhreyfingar sem stöðvuðust áður en kom til kvikuhlaups. Engin merki um breytingar á kvikusöfnuninni undir Svartsengi hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar í kjölfar skjálftahrinunnar.

Samkvæmt viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar var almannavörnum tilkynnt um skjálftahrinuna og upplýst um að sérfræðingar væru að meta hvort að kvikuhlaup væri hafið. Þar sem ekki sáust nein önnur merki um kvikuhlaup var ákveðið að grípa ekki til frekari ráðstafana í fyrrinótt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing