Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson var rétt í þessu kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins sem haldið er á Hilton hótelinu í Reykjavík.

Alls greiddu 201 fulltrúar atkvæði. Snorri hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir 64 atkvæði, og einn seðill reyndist auður.

Auglýsing

Upphaflega voru þrír í framboði til embættisins – Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir og Bergþór Ólason – en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær.

Síðast hafði Miðflokkurinn varaformann árið 2020, þegar Gunnar Bragi Sveinsson gegndi embættinu. Varaformannsstóllinn var lagður niður á landsþingi flokksins í nóvember sama ár, en nú hefur hann verið endurvakinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing