Sofnaði á klósetti í Kópavogi og þurfti að fá aðstoð lögreglu

Lögreglan í Kópavogi fékk áhugavert símtal rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi frá manni sem var læstur inni á salerni fyrirtækis í bænum. Lögreglan brást að sjálfsögðu skjótt við og kom manninum til bjargar.

Við nánari skoðun lögreglumanna kom í ljós að maðurinn hafði fengið að fara á klósett fyrirtækisins þegar það var opið og sofnað. Hann var því í fastasvefni þegar starfsmenn yfirgáfu staðinn í lok vinnudagsins. 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing