today-is-a-good-day

Sóknarprestur skellti gaddaólum á sig í miðri ræðu: „Stund­um fyll­ist ég van­mætti þegar ég sé hatrið sigra í heim­in­um“

Það áttu sér stað ansi skemmtileg atvik í Selfosskirkju um helgina. Í fermingarmessum á laugardag og sunnudag skellti sr. Guðbjörg Arnardóttir gaddaólum á sig. Frá þessu er greint á vef DFS.

Guðbjörg fjallaði um Eurovision framlag Íslendinga í ræðu sinni og hvaða boðskap væri hægt að draga úr atriði og texta Hatara.

Sjá einnig: Fyrrum sigurvegari Eurovision grátbiður Hatara um að haga sér: „Íslendingar eru með eitthvað stórt í bígerð“

 

Guðbjörg segir í samtali við mbl.is að boðskapur Hatara hafi gripið hana strax og að hún sé mjög hrifin af því sem hópurinn sé að gera.

„Í ferm­ing­ar­mess­unni fer ég með smá brot úr text­an­um og kalla fram að þetta er ná­kvæm­lega það sem við vilj­um ekki. Stund­um fyll­ist ég van­mætti þegar ég sé hatrið sigra í heim­in­um, en ég á mér draum um að þetta unga, fal­lega fólk sem er að ferm­ast velji leið kær­leik­ans en ekki hat­urs­ins og breyti heim­in­um,“ seg­ir Guðbjörg í samtali við mbl.is.

Auglýsing

læk

Instagram