Sólarskorturinn stöðvaði ekki bjórsölu

Yfir 42 þúsund lítrar af Víking sumaröli hafa selst í sumar og hann er nú uppseldur hjá framleiðandanum Vífilfelli. Vinsældir sérstakra sumarbjóra hafa farið vaxandi meðal íslenskra bjórunnenda.

„Fólk virtist vera að leita að léttum og ferskum bjór til að drekka með grillmat og öðru slíku,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, vörustjóri áfengis hjá Vífilfelli, um þessa miklu sölu á Sumaröli.

Veðrið hefur verið frekar dapurt á höfuðborgarsvæðinu í sumar líkt og síðasta sumar en þá seldist bjórinn ekki eins vel. „Sumarið í fyrra var ekki jafn gott og skrifuðum við það á veðurfarið sem var lélegt, en í ár virðist það ekki hafa haft jafn mikil áhrif, því salan í sumar hefur verið mjög góð þrátt fyrir að sólardagarnir hafi sannarlega mátt vera fleiri,“ segir Hreiðar.

Auglýsing

læk

Instagram