today-is-a-good-day

Sólborg tekur sér pásu frá Fávitum: „Nauðsynlegt að kúpla mig út“

Sólborg Guðbrandsdóttir greindi frá því í gær að hún væri komin í tímabundna pásu frá Instagram-reikningnum Fávitar. Sólborg stofnaði reikninginn fyrir nokkrum misserum til þess að sýna hversu algeng óviðeigandi samskipti á netinu eru.

Sjá einnig: Strákar opna sig um kynferðisofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir: „Láttu ekki svona, allir gæjar vilja alltaf ríða“

„Mér fannst nauðsynlegt að kúpla mig út eftir að hafa verið í daglegum samskptum um ofbeldi og huga að andlegu jafnvægi hjá sjálfri mér. Ég treysti á að þið hin takið slaginn fyrir okkur á meðan. Ég kem aftur einn daginn,“ skrifar Sólborg í tilkynningu sem birtist á síðunni í gærkvöldi.

Á síðunni hafa birst skjáskot frá fólki sem fær send sóðaleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Sólborg var gestur í söfnunarþætti Stígamóta „Allir krakkar“á Rúv fyrir nokkru og sagði þar að vandamálið væri orðið það rótgróið í samfélaginu að fólk væri farið að líta á það sem norm. Það væri mikilvægt að gera sér grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta væri.

Hún sagði þá fólk ekki gera sér almennilega grein fyrir því hversu ljót þessi skilaboð geta verið. „Þetta eru samskipti sem fólk gæti ekki ímyndað sér að væru að eiga sér stað. Þetta er allt frá óumbeðnum typpamyndum til hótanna um nauðganir.“

View this post on Instagram

❤️

A post shared by Fávitar (@favitar) on

Auglýsing

læk

Instagram