Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm var gestur hjá þeim Frosta og Mána í þættinum Harmageddon í gærmorgun. Sóli fór um víðan völl í viðtalinu og ræddi meðal annars baráttu sína við krabbamein sem lauk nýverið. Sóli er þekktur fyrir góðar eftirhermur og tók eina slíka í þættinum þegar hann hermdi eftir blaðamanninum Jakobi Bjarnar með frábærum árangri.
Í viðtalinu greinir Sóli frá því að Jakob sé með þeim fyrstu sem hann hermdi eftir en þeir unnu saman á DV fyrir um áratug. Síðan þá hefur Sóli getið sér gott orð sem eftirherma. „Ég elska Jakob,“ segir Sóli í viðtali við Harmageddon.
Jakob er eitt af mínum fyrstu viðfangsefnum
Viðtalið í heild má heyra hér en Sóli byrjar að herma eftir Jakobi eftir 13 mínútur.