Sölvi Blöndal og Óli Arnalds stofna nýtt útgáfufyrirtæki, taka yfir tónlistarútgáfu Senu

Auglýsing

Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal hafa stofnað nýtt útgáfufyrirtæki ásamt hópi tónlistarfólks. Ekki er komið nafn á fyrirtækið sem tekur yfir allan tónlistarrekstur Senu, stærsta útgáfufyrirtækis landsins.

Nýja fyrirtækið tekur yfir allan útgáfu- og upptökurétt Senu auk dreifingarsamninga. Sena hættir því um leið að gefa út tónlist. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á allri útgefinni tónlist Senu, sem er um 80% af íslenskri tónlist sem hefur komið út.

Sölvi segir í samtali við Nútímann að hugmyndin sé ekki ný. Útgáfa á tónlist hefur átt undir högg að sækja, plötusala hefur dregist mikið saman og margir telja hreinlega að  viðskiptamódelið sé dautt. Þessu er Sölvi ósammála og hefur alltaf verið.

Ég er búinn að vera að bíða eftir að það komi nýtt format sem geti stutt við tónlistarmenn. Stafræn sala og streymi hefur verið vaxandi og tel ég mikil tækifæri í þessu.“

Sölvi segir þá félaga vita hvernig það er að leggja sjálfan sig að veði, upplifa vonbrigðin þegar illa gengur og gleðina þegar vel gengur. „Við erum að stofna útgáfufyrirtæki sem hefur skilning á þessum málum,“ segir hann.

Auglýsing

„Við munum nálgast hvern listamann á hans forsendum en ekki forsendum útgáfufyrirtækisins.

 Þetta er passion fyrir mig og Óla sem tónlistarmenn og þess vegna erum við að þessu.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram