Sömdu lag um Vaðlaheiðagöng sem hefur slegið í gegn :„Það vilja allir fara inn í mig en það vill enginn borga fyrir það“

Auglýsing

Gríndúettinn Vandræðaskáld sendi á dögunum frá sér nýtt lag sem fjallar um Vaðlaheiðargöng. Þau Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir mynda saman dúettinn. Þetta kemur fram á vef Kaffið.is.

Sjá einnig: Vandræðaskáld komin með nóg af jákvæðni Íslendinga og gefa út nýtt lag: „Ef helvíti er til þá er Lín með útibú þar“

Eins og flestum er kunnugt opnuðu Vaðlaheiðargöngin í lok síðasta árs en formleg opnun þeirra var núna í janúar. Vandræðaskáldin komu fram á opnunni og sungu lag sem þau sömdu um göngin. Lagið birtu þau á facebook um helgina en þau segjast hafa samið lagið út frá sjónarhóli ganganna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram