Hinn fimmtán ára gamli, Kári Egilsson, spilaði lagið Frostnótt í Reykjavík með miklum glæsibrag í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í gærkvöldi. Lagið er frumsamið en Kári er sonur Egils Helgasonar, fjölmiðlamanns. Sjáðu flutning Kára frá því í gærkvöldi hér.
„Ég bráðnaði eins og smjör, það er svo mikil músík í þér maður, þú ert bara með þetta,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson en hann var gestur þáttarins.
Palli var ekki sá eini sem kunni að meta Kára
Fyrirgefiði mér orðbragðið. En djöfull var þetta flott hjá Kára. #vikan
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) December 15, 2017
#vikan Kári Egilsson er geggjaður
— Sigmundurgóði (@SimmiGodi) December 15, 2017
Ennþá með “goosbumps” eftir að hlusta á Kára, panta fyrsta diskinn. #vikan
— Kolbrun Þorkelsdótti (@kollathorkels) December 15, 2017