Spice Girls koma flestar saman aftur! – Nútíminn rifjar upp bestu lögin

Hin goðsagnakennda stúlknasveit Spice Girls mun fara í tónleikaferðalag um Bretland árið 2019. Sveitin tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en tónleikarnir verða sex talsins. 

Því miður verða þær einni færri en vanalega en Victoria Beckham hefur tilkynnt að hún muni ekki taka þátt. Samkvæmt heimildum The Guardian vill hún einbeita sér að tískumerki sínu og hefur því ekki tíma fyrir hin kryddin í hópnum.  

Sjá einnig: Söngdívur Íslands „böttluðu“ í hlutverkum Abba og Spice Girls – Sjáðu myndbandið

Nokkuð er orðið síðan aðdáendur kryddpíanna fengu seinast að bera þær augum en eins og flestir ættu að vita komu þær fram á lokahátíð ólympíuleikanna í London árið 2012.

Fyrir ykkur sem ekki voru fædd á tíunda áratugnum þá eru hér bestu lög Spice Girls ásamt flutningi þeirra á ólympíuleikunum.

 

Hver hefur ekki sungið þetta í sturtu, í bílnum, o.s.frv.? Wannabe var fyrsta smáskífa Spice Girls og eflaust það lag sem flestir þekkja.

 

Í Who Do You Think You Are má finna heimspekilegar vangaveltur um frægðina og allt sem henni fylgir. Ekki skemmir europop takturinn fyrir.

 

Þó að myndbandið minni á dystópískan heim Blade Runner eða Brazil þá ætti Spice Up Your Life að mata heilann þinn með útópískri vellíðunartilfinningu.

 

Sum lög láta manni einfaldlega líða vel. Stop er fullkomið lag fyrir laugardagsmorgun um leið og þú vaknar!

 

Lítið hægt að segja um þennan flutning annað en WOWSA!

 

Auglýsing

læk

Instagram