Eru 99% af öllum bandarískum nautgripum sterasprautaðir?

99% af þessu kjöti sem fram­leitt er í verk­smiðju­bú­um í Banda­ríkj­un­um er stera­kjöt. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins föstudaginn 11. júlí.

Eins og Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, bendir á í leiðara sínum frá 16. júlí er afar hæpið að þessi fullyrðing forsætisráðherrans standist. Vísar hann í skýrslu bandaríska landbúnaðarráðuneytisins þar sem kemur meðal annars fram að markaður með lífrænt nautakjöt vaxi um 20% á ári. Markaðurinn er þó ennþá lítill, eða rúmlega þrjú prósent af heildarkjötframleiðslu Bandaríkjanna. Ef við gefum okkur að allt annað kjöt sem hormónasprautað, væri því talan nær 95%.

Það sem mætti þó að koma fram í þessari umræðu, og forsætisráðherra lætur vera að nefna, er að miklar upplýsingar liggja fyrir um kjöt sem framleitt er í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit er þar gott, eins og kom fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í 15. júlí.

Og þar sem umræðan hófst á ný þegar bandaríski verslunarrisinn Costco viðraði hugmyndir um að hefja innflutning á fersku kjöti til Íslands þá er ágætt að benda á að úrval af lífrænu nautakjöti er prýðilegt í versluninni. Sjáið bara þessa girnilegu rib eye-steik.

 

Auglýsing

læk

Instagram