Kemur SMÁÍS í veg fyrir Netflix á Íslandi?

SMÁÍS kemur í veg fyrir að Netflix opni fyrir Ísland

– Umræðan á Íslandi.

Netflix er mjög vinsæl og ódýr þjónusta og þúsundir Íslendingar nota hana með krókaleiðum, enda ómögulegt að gerast áskrifandi hér á landi öðruvísi. En af hverju? Margir halda að Smáís (Samtök myndrétthafa á Íslandi) standi í vegi fyrir því að Netflix og samskonar vefverslanir opni útibú hér á landi. Það er þó flóknara en svo.

Þetta snýst ekki um að íslensku samtökin vilji ekki semja við erlendar vefverslanir. Rétthafar, t.d stóru kvikmyndaverin í Hollywood, selja svæðisbundin rétt á efni sínu til ákveðinna landa. Fyrir þetta borga þjónustuaðilar á borð við Netflix. Ef það ætti að byrja að selja efnið á Íslandi þá þyrftu þeir að semja við öll stóru kvikmyndaverin ásamt hundruðum annarra aðila um rétt á sölu og leigu á stafrænu efni fyrir litla Ísland. Við erum rétt rúmlega 320.000 og náum því ekki að auka sölu efnisins nema í örlítið. Ávinningurinn er því harla lítill fyrir og Netflix— það er meira að segja óvíst hvort hann standi undir kostnaði við kaup á réttinum á efninu. Sömu lögmál gilda um samninga á sölu á tónlist.

Með öðrum orðum: Netflix nennir ekki að opna á Íslandi vegna þess að það er of lítið upp úr því að hafa.

Netflix byrjaði að opna fyrir þjónustu sína í Evrópu fyrir nokkrum misserum og hefur stækkað hratt. Sex ný lönd bætast við í september og ekki sér fyrir endann á vextinum.

Auglýsing

læk

Instagram