Sagði Hanna Birna þingheimi ósatt?

Auglýsing

„Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar.“

Vísir tók málið saman. Hanna Birna Kristjánsdóttir í ræðustól Alþingis 18. júní síðastliðinn í svari við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um lögreglurannsókn lekamálsins, svokallaða.

Í bréfi umboðsmanns Alþingis, sem birt var á vefsíðu embættisins þriðjudaginn 26. ágúst, kemur fram að Hanna Birna hafi staðfest að hún hafi fundað með Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra þann 18. mars. Haft er eftir Stefáni að rannsókn málsins hafi án efa borið á góma með einhverjum hætti.

Stefán segir um samskipti sín við Hönnu Birnu:

Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, í maí … einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmist þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt?“ og ég hringi þá bara til baka og þá er hún með ýmsar spurningar. Og það kom iðulega upp, annaðhvort í tengslum við einhverjar rannsóknaraðgerðir lögreglu – einhverju sinni var gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mættu í ráðuneytið án þess að gera boð á undan sér – en svo var þetta mikið í tengslum við það þegar dómur Hæstaréttar birtist í málinu, í bæði fyrra og seinna skiptið.

Semsagt: Hanna Birna ræddi við Stefán Eiríksson um málið í mars, apríl og maí en sagði í ræðustól Alþingis í júní að henni sé ekki kunnugt um rannsóknina.

Auglýsing

Hanna Birna í Kastljósi Sjónvarpsins þriðjudaginn 26. ágúst: „Ég hef aldrei sagt Alþingi ósatt.“

https://www.youtube.com/watch?v=ZcUXVOM_8AU&feature=youtu.be

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram