Stal graskeri 5 ára drengs í Reykjanesbæ um miðja nótt – náðist á dyrabjöllumyndavél

5 ára drengur í Reykjanesbæ vaknaði í morgun miður sín þegar hann sá að hrekkjavökugraskerið sem hann skar út með stolti var horfið.

Miðað við myndbandið virðist um að ræða ungan mann sem stal graskerinu um miðja nótt og náðist á Ring-dyrabjöllumyndavél heimilisins.

Auglýsing

Nútíminn hefur rætt við föður barnsins, Hrein Líndal Hreinsson, og fengið hans leyfi til að birta myndbandið sem sýnir atvikið.

„Grasker 5ára sonar míns var stolið í nótt😔“

Faðirinn lýsir atvikinu í Facebook-færslu sem hefur vakið mikla athygli í morgun. Hann skrifar meðal annars:

„Grasker 5ára sonar míns var stolið í nótt😔
Um klukkan 01:50 í nótt kom þessi einstaklingur að dyrunum hjá okkur og stal graskerinu sem 5 ára sonur minn skar út með mikilli gleði og stolti fyrir Hrekkjavöku.
Hann vaknaði í morgun og var niðurbrjótinn þegar hann sá að graskerið sitt var horfið. 💔
Við búum í Reykjanesbæ, samfélagi sem við erum stolt af – þar sem fólk sýnir náungakærleika, virðingu og samstöðu.
Við ættum öll að hugsa vel um bæinn okkar og nágranna, svo að öllum líði vel og séu óhult í besta bæjarfélagi landsins. 💛🎃
Ég vildi bara deila þessu í von um að einstaklingur á myndinni sjái þetta og hugsi sig 2x um áður en hann fer í garða hjá fólki og steli hlut af 5 ára gömlu barni.“

Vill kaupa grasker handa þjófinum

„Ef einhver þekkir þennan unga mann þá væri ég til í að komast í samband við hann,“ sagði Hreinn Líndal í samtali við Nútímann í hádeginu.

Það væri þó ekki til þess að kæra viðkomandi fyrir þjófnað heldur einungis til þess að bjóða honum að taka þátt í hrekkjavökuundirbúningi fjölskyldunnar á næsta ári.

„Já, mig langar að kaupa handa honum grasker og bjóða honum að koma hingað til okkar og skera út sitt eigið í stað þess að stela því af öðrum,“ segir Hreinn Líndal.

Myndband birt með leyfi

Myndbandið var tekið með dyrabjöllumyndavél og sýnir mann taka grasker barnsins fyrir framan útidyrahurð hússins og ganga í burtu með það.

Á upptökunni sést ungur karlmaður ganga rólega að húsi fjölskyldunnar í rigningu, klæddur ljósum buxum og dökkri yfirhöfn. Hann stoppar við pallinn, beygir sig niður og tekur graskerið upp áður en hann labbar aftur út af lóðinni með það á lofti.

Áminning um samhug og samfélagsábyrgð

Faðirinn bendir á að Reykjanesbær sé þekktur fyrir sterkt samfélag og samstöðu.

Atvikið minnir á að fólk þurfi að standa saman, sýna samhug og vernda gleði barna — sérstaklega á tímum þar sem samkennd og virðing í samfélaginu er oft talin vanta.

Foreldrar segja að þeir voni að málið verði til þess að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gengur inn á lóðir annarra eða tekur hluti sem tilheyra börnum.

ATHUGIÐ: Þar sem ungi maðurinn sá að sér og allir eiga skilið annað tækifæri þá hefur Nútíminn ákveðið að taka bæði ljósmynd af manninum og myndskeið úr RING-dyrabjöllusíma fjölskyldunnar úr birtingu.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing