Stefán Jónsson stígur til hliðar í kjölfar umræðunnar í kringum #metoo

Stefán Jónsson, fagstjóri á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, hefur ákveðið að stíga til hliðar við leikstjórn lokaverkefnis útskriftarnema við skólann. Þá mun hann mun heldur ekki koma að inntökuprófum. Stefán segist hafa tekið ákvörðunina í kjölfar umræðunnar í kringum #metoo-byltinguna. Vísir.is greinir frá þessu.

Ástæðu ákvörðunarinnar má rekja til pistils sem Birna Rún Eiríksdóttir leikkona skrifaði á Facebook um miðjan október. Þar lýsti hún meðal annars beiðnum leikstjóra um að hún sýndi hold þegar það átti ekkert við. 

Auglýsing

„Það hefur tekið á í gegnum námið og eftir það, að elska mig eins og ég er. Að standa með mínum skoðunum og að skilja að ég sé klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út,“ sagði hún en Stefán segist hafa tekið pistil Birnu til sín. Á Vísi kemur fram að fundað hafi verið í LHÍ vegna pistilsins.

Stefán segist í samtali við Vísi vilja gera það sem hann getur og sýna auðmýkt í þessum aðstæðum. „Til að sýna að okkur og mér væri full alvara að rísa undan móralskri ábyrgð,“ segir hann í samtali við Vísi um ákvörðunina.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing