Stefán Karl birti mynd af sér í sjúkrarúminu, svarar spurningum aðdáenda á Reddit

Auglýsing

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson birti mynd af sér í gær á síðunni Imgur þar sem hann sést liggja í sjúkrarúmi á Landspítalanum. Hann dvelur þar eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna krabbameins í brisi.

Hann gaf notendum síðunnar Reddit færi á því að spyrja sig spurninga og hafa tæplega sjö hundruð slíkar borist. Sagði hann að margir þekktu hann úr hlutverki Glanna glæps (e. Robbie Rotten) úr Latabæ en aðrir hefðu séð hann leika Trölla (e. Grinch).

Sjá einnig: Stefán Karl jafnar sig ótrúlega hratt, segir fjölskylduna stadda í harkalegu umferðarslysi

„Ég hef nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð vegna krabbameins,“ skrifar Stefán Kral.

Ég vildi tala beint við ykkur og gefa ykkur færi á að spyrja mig um baráttuna, sýningarnar mínar – allt sem ykkur dettur í hug.

Auglýsing

Hann hefur fengið margar spurningar um hlutverkin, meðal annars frá ungri stúlku sem vill vita hvort hann verði einhverntíma öfundsjúkur út í Íþróttaálfinn fyrir að gera allar þessar hreyfingar. „Nei. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa ekki þurft að gera þær.“

Stefán Karl bendir einnig á söfnunarsíðu, vilji fólk styrkja hann í veikindunum.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram