Stefnt er að opnun verslunarinnar H&M í Smáralind síðsumars 2017. Í framhaldinu er stefnt að opnun á Hafnartorgi árið 2018.
Þetta segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, í samtali við Vísi.
Sjá einnig: H&M opnar á Hafnartorgi og í Smáralind
Sturla segir í samtali við Vísi að nokkur atriði hafi haft áhrif á komu H&M til landsins.
„Stóra málið var niðurfelling tolla og gjaldeyrishöftin spiluðu einnig þarna inn. Þetta er ekki einkaleyfisverslun, þeir reka allar sínar verslanir úti um allan heim. En það eru ýmis atriði sem hafa áhrif á það hvort þeir koma eða ekki. Það er hins vegar ekki hægt að alhæfa að það sé eitt frekar en annað,“ segir Sturla.