Leikarinn og grínistinn Steindi Jr. er þessa dagana staddur í Kólumbíu við tökur á þættinum Suður-Ameríski draumurinn. Á ferð sinni um landið sendi Steindi stórleikararnum Mark Wahlberg skilaboð í von um að fá að hitta kappann.
Þættirnir byggjast upp á stigasöfnunarkeppni milli Audda og Steinda og síðan Sveppa og Pétri Jóhanni en í Kólumbíu var eitt stig í boði fyrir að hitta frægan einstakling.
Það er eitt stig í boði fyrir að hitta frægan og hér í kolumbíu er allt reynt. Mark Wahlberg er í tökum á bíó hérna, hef því miður ekki fengð svar ennþá. #suðuramerískidraumurinn pic.twitter.com/YdVdcM8WJ7
— Steindi jR (@SteindiJR) February 12, 2018
Steindi sýndi skilaboðin sem hann sendi Wahlberg á Instagram en þar segist hann vera góður vinur Baltasars Kormáks og vera staddur í Kólumbíu til þess að búa til efni fyrir brúðkaupsmyndband. Það er skemmst frá því að segja að Steinda hefur ekki enn borist svar frá leikaranum geðþekka.