Steindi gerði heiðarlega tilraun til þess að hitta Mark Wahlberg: „Good friends og Baltasar“

Leikarinn og grínistinn Steindi Jr. er þessa dagana staddur í Kólumbíu við tökur á þættinum Suður-Ameríski draumurinn. Á ferð sinni um landið sendi Steindi stórleikararnum Mark Wahlberg skilaboð í von um að fá að hitta kappann.

Þættirnir byggjast upp á stigasöfnunarkeppni milli Audda og Steinda og síðan Sveppa og Pétri Jóhanni en í Kólumbíu var eitt stig í boði fyrir að hitta frægan einstakling. 

Auglýsing

Steindi sýndi skilaboðin sem hann sendi Wahlberg á Instagram en þar segist hann vera góður vinur Baltasars Kormáks og vera staddur í Kólumbíu til þess að búa til efni fyrir brúðkaupsmyndband. Það er skemmst frá því að segja að Steinda hefur ekki enn borist svar frá leikaranum geðþekka.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing