Steinn Kári borðar sneið af jólatertu á hverjum einasta degi: „Ég hugsa um hana allt árið um kring“

Steinn Kári Ragnarsson er einlægur aðdáandi grænu jólatertunnar frá Myllunni. Tertan er aðeins seld fyrir jólin og Steinn bíður allt árið eftir að sala hefst. Í ágúst var hann farinn að hlakka svo til að fá tertuna að hann stofnaði Facebook-hópinn Vinir Grænu jólatertunnar. Hópurinn telur nú yfir 700 aðdáendur sem deila ást sinni á tertunni.

Steinn segist í samtali við Nútímann handviss um að tertan sé sú besta í heimi. „Ég hugsa um hana allt árið um kring og það var í ágúst sem ég fór að hugsa hvað ég saknaði hennar mikið, þá ákvað ég að búa til þennan hóp. Ég bætti nokkrum vinum í hópinn og núna, nokkrum mánuðum seinna, eru þarna samankomnir yfir 700 aðdáendur tertunnar,“ segir hann.

Ég fæ mér sneið á hverjum einasta degi en sneiðarnar hafa aðeins verið að stækka síðustu daga. Það er lykilatriði að borða tertuna með kaldri mjólk.

Auglýsing

Nokkrir meðlimir hópsins hafa reynt að baka sambærilega tertu heima hjá sér en Steinn segir að það sé ómöglegt að leika þessa snilld eftir. „Það eru fjórir aðilar búnir að senda mér sína útgáfu en hún er því miður ekki jafn góð og þessi frá Myllunni,“ segir hann. „Það sem gerir þessa tertu svona góða er hvíta kremið í bland við smá þurran botn.“

Steinn á sér þann draum að græna tertan verði seld allt árið. „Ég ætla tala við Mylluna strax eftir jól og fá að vita af hverju þeir selja hana ekki allt árið um kring. Það væri líka gaman ef þeir myndu prófa að framleiða útgáfu með tvöföldu kremi, eins og Oreo,“ segir Steinn að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing