Stjörnufræðingur Sævar Helgi Bragason leggur til að banna almenna notkun flugelda vegna reyk- og rykmengunar, sóðaskaps og hávaðamengunar. Hann lét skoðun sína í ljós í Twitter-fæslu sem hlotið hefur töluverða athygli. Hann ætlar ekki að versla neina flugelda í ár en hefur þess í stað styrkt slysavarnarfélagið Landsbjörgu um 50 þúsund krónur. Hann hvetur fólk til að gera slíkt hið sama.
?Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017
Sævar segir í samtali við Vísi.is að þó það sé skemmtilegt að skjóta upp flugeldum sé það skaðlegt. „Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir hann á Vísi.
Sjá einnig: Leikskólastjórar grimmastir við Sólmyrkva-Sævar
Sævar segist á Vísis vera sannfærður um að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni. „Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“
Eins og áður segir hefur hann ákveðið að styrkja Björgunarsveitirnar um 50 þúsund krónur
Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017