Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina mann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.Vísir.is greinir frá þessu en maðurinn var með unga dóttir sína í bílnum.
Í frétt Vísis kemur fram að þetta sé í annað skipti á skömmum tíma sem maðurinn er stoppaður við akstur undir áhrifum fíkniefna með dóttir sína í bílnum. Maðurinn var handtekinn og málið jafnframt tilkynnt til barnaverndarnefndar.