Stórar breytingar á Twitter væntanlegar, vinsælt efni fær meiri séns á nýrri tímalínu

Stórar breytingar eru fyrirhugaðar á samfélagsmiðlinum Twitter. BuzzFeed News greinir frá því að algóriþmi komi til með að stýra efni tímalínunar á Twitter og það gæti gerst strax í næstu viku.

Tímalínan á Twitter hefur hingað til birst í öfugri tímaröð: Nýjustu tístin birtast efst. Facebook stýrir hins vegar hvaða efni birtist á tímalínunni með algoriþma sem reiknar út hvaða efni birtist og frá hverjum. Tímalínan á Twitter hefur verið sérstaða miðilsins og þegar þessar fréttir bárust hafa margir mótmælt.

Þessar breytingar hafa í einföldu máli í för með sér að vinsælt efni fær enn meiri séns Twitter — algóriþminn raðar efni sem það telur að fólki vilji sjá ofar.

Samkvæmt BuzzFeed News er óvíst hvort Twitter muni breyta tímalínunni eða gera nýja tímalínu að möguleika, til hliðar við gömlu tímalínuna sem er í öfugri tímaröð.

Jack Dorsey, sem tók við sem forstjóri Twitter í október, hefur lýst yfir áhuga á að gera stórar breytingar á Twitter. Erfitt hefur reynst fyrir Twitter að vaxa nógu hratt og hann vill gera miðilinn aðgengilegri. Sem dæmi er búið að breyta favorite-stjörnunni í like-hjarta og verið er að endurskoða 140 stafabila hámarkið.

Auglýsing

læk

Instagram