Puzzy Patrol hélt stórtónleika hipp hopp kvenna í Gamla Bíói um helgina. Ljósmyndarinn Aníta Björk var á svæðinu og fangaði stemninguna en fram komu Alvia, Cell 7, Fever Dream, Reykjavíkurdætur, Krakk og Spaghettí og Sigga Ey.
Málþing var yfir daginn sem Laufey Ólafsdóttir stýrði en þar var farið yfir uppgang og sögu femínisma í hipp hoppi ásamt umræðum um stöðu og framtíð kvenna í dag.

























