Auglýsing

Stórskuldug amma í Reykjavík vann 24 milljónir, vakti dóttur sína um miðja nótt

Stórskuldug amma vann 24 milljónir í Lottóinu síðasta laugardag. Hún uppgötvaði vinninginn um miðja nótt og vakti dóttur sína til að fá hana til að fara yfir miðann með sér.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Amman keypti lottómiða í söluturninum Grundarstíg 12 í síðustu viku. Eina nóttina lá hún andvaka og mundi þá eftir að hafa keypt miðann. Hún fór á fætur, náði í miðann og ætlaði eki að trúa sínum eigin augum.

Amman býr hjá dóttur sinni þar sem hún leigir út eigin íbúð til að drýja tekjurnar. Hún fór beina leið inn í svefnhergi dóttur sinnar og sagði henni að hún yrði að fara strax á fættur.

Dótturinni brá og hélt að hún væri að fá slæmar fréttir en svo reyndist alls ekki vera. Þegar þær höfðu farið saman yfir miðann sagði konan við dóttur sína að nú gæti hún loksins látið hana fá útborgun upp í íbúð.

Amman ætlar að þiggja fjármálaráðgjöf frá Íslenskri getspá og fá ráðleggingar um hvernig best sé að greiða niður skuldir. Hún ætlar líka að bjóða fjölskyldunni sinni á fallega sólarströnd en hana hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldunni erlendis í frí.

Fyrst ætlar hún þó að bjóða öllum börnum sínum út að borða og segja þeim gleðifréttirnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing